Innlent

Dularfull og alvarleg líkamsárás í Eyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn,
Innsiglingin í Vestmannaeyjahöfn, Vísir/Vilhelm

Alvarleg líkamsárás var framin í Vestmannaeyjum liðna nótt. Ráðist var á mann á fertugsaldri með einhverju áhaldi og hlaut hann alvarlega áverka í árásinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Sá er ráðist var á kannaðist ekki við árásarmanninn og sagði hann hafa verið með andlitið hulið, svo að hann þekkti hann ekki.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu þá er árásarmaðurinn um 190 cm á hæð, grannvaxinn og líklega dökklæddur.

Árásin átti sér stað á götunni sunnan við vestustu raðhúsalengjuna í Áshamri á milli kl. 02:00 og 02:15 og eru þeir sem urðu varir við árásina eða grunsamlegar mannaferðir í bænum síðastliðna nótt beðnir að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í síma 444 2091 eða á facebooksíðu lögreglu.

Einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti í póstfangið vestmannaeyjar@logreglan.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×