Enski boltinn

Chelsea lánar hann í áttunda skiptið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamal Blackman sést hér í leik með Sheffield United sem fékk hann á láni frá Chelsea.
Jamal Blackman sést hér í leik með Sheffield United sem fékk hann á láni frá Chelsea. Getty/Ashley Allen

Chelsea á fullt af leikmönnum sem eru að spila allt annars staðan en með Lundúnaliðinu. Einn þeirra er markvörðurinn Jamal Blackman.

Chelsea hefur samþykkt að lána Jamal Blackman til Rotherham United á komandi tímabili en þessi 26 ára gamli markvörður mun spila með Rotherham United í ensku b-deildinni.

Rotherham United vann sig aftur upp í ensku b-deildina í ár með því að ná öðru sætinu í C-deildinni.

Það sem gerir þessa frétt athyglisverðari er að Jamal Blackman er langt frá því að fara í fyrsta sinn á lán.

Þetta verður í áttunda skiptið sem Chelsea lánar Jamal Blackman sem er 199 sentímetrar á hæð og því stór og stæðilegur markvörður.

Jamal Blackman er uppalinn Chelsea maður og kom fyrst til félagsins árið 2006, þá aðeins þrettán ára gamall. Hann vann unglingabikarinn með Chelsea árið 2012 og á leiki fyrir yngri landslið Englands.

Blackman hefur enn ekki náð að spila fyrir aðallið Chelsea en hann gerði síðast samning við félagið árið 2017 og var það fjögurra ára samningur.

Chelsea hefur nú lánað hann til átta mismunandi félaga í þremur löndum eða Englandi, Svíþjóð og Hollandi. Félögin eru Middlesbrough, Ostersunds, Wycombe, Sheffield United, Leeds, Vitesse Arnhem og Bristol Rovers.

Jamal Blackman ætlaði að klára síðasta tímabil með Vitesse Arnhem í Hollandi en kom aftur heim í janúarglugganum og var þá lánaður til Bristol Rovers í ensku C-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×