Líður illa með að hafa ekki „heillegan söguþráð“ vegna smitsins á Hlíf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Enn hefur ekki tekist að rekja uppruna kórónuveirusmitsins sem kom upp á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði. Þetta kom fram í máli Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sem ræddi við Telmu Tómasson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sá sem greindist er á níræðisaldri og sagði Gylfi aðspurður um líðan viðkomandi ekki geta sagt meira en að ekki hafi þurft að leggja hann inn á sjúkrahús. Nítján íbúar Hlífar, svoru skikkaðir í sóttkví í gær vegna smitsins. Töluvert púður hefur farið í það að finna uppruna smitsins, án árangurs. „Nei, því miður hefur ekki náðst að rekja upprunann og grunur rakningarteymisins hérna fyrir vestan beindist að einni smitleið en við náðum að útiloka hana með sýnunum sem tekin voru í gær,“ sagði Gylfi. Ekkert annað smit hefur greinst út frá smitinu á Hlíf. „Okkur líður illa með það að hafa ekki náð að smíða úr þessu heillegan söguþráð. Hringurinn verður stækkaður, og hefur verið stækkaður dálítið mikið í dag. Fólk fer í sýnatöku á morgun og við fáum vonandi úr því annað kvöld og þá getum við tekið ákvörðun um næstu skref,“ sagði Gylfi aðspurður um hver væru næstu skref. Gripið hefur verið til ýmissa sóttvarna vegna smitsins en aðstandendur mega til að mynda ekki koma í heimsókn á Hlíf. Líðan íbúa á Hlíf væri efti atvikum. „Það er nú kannski dálítið sjokk að heyra að einhver sem býr í sama stigagangi með sé með smitið og fólki líður ekki vel að frelsið sé takmarkað og fólk þurfi að vera inni á herberginu sínu eða íbúðinni sinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Tengdar fréttir Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38 Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39 Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ekkert nýtt smit greindist á Ísafirði Fjölskyldumeðlimir íbúans á Hlíf voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í gær sem og aðrir sem eru í sóttkví vegna smitsins. 24. ágúst 2020 10:38
Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. 23. ágúst 2020 10:39
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59