Ótrúleg saga „Usain Bolt fótboltans“ sem er nú lykilmaður í Evrópumeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 15:00 Alphonso Davies fagnar sigri í Meistaradeildinni með Joshua Zirkzee sem er nítján ára hollenskur framherji. Getty/Miguel A. Lopes Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Rio Ferdinand kallaði Alphonso Davies „Usain Bolt fótboltans“ þegar hann hrósaði þessum hraða og skemmtilega leikmanni í umfjöllun BT Sport um úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það eru kannski orð að sönnu enda virðist enginn ráða við strákinn á sprettinum. Alphonso Davies vann sér sæti í liði Bayern í vetur í stöðu vinstri bakvarðar þar sem hann skoraði meðal annars þrjú mörk í deildinni og átti fjórar stoðsendingar í Meistaradeildinni. Það vissu fáir hver þessi nítján ára strákur var þegar tímabilið hófst en nú lítur út fyrir að Bæjarar hafi grafið upp gullmola í Kanada. 'He is the Usain Bolt of football'Rio Ferdinand heaps praise on Bayern Munich left back Alphonso Davies https://t.co/pgmSzes8d4— MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2020 Jú Alphonso Davies er Kanadamaður en hann er ekki fæddur þar því foreldrar hans flúðu stríðsátök í Líberíu og voru í flóttabúðum í Gana þegar Davies kom í heiminn árið 2000. Þegar Alphonso Davies var fimm ára þá fékk fjölskyldan að flytja til Kanada þar sem tók við erfitt en mun betra líf. Davies sýndi fljótt hæfileika sína í íþróttum og komst fljótt upp metorðastigann á táningsaldri. Alphonso Davies var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn með Vancouver Whitecaps og varð næstyngstur í sögunni, á eftir Freddy Adu, til að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Alphonso Davies náði því að vera kosinn leikmaður ársins hjá Vancouver Whitecaps áður en félagið seldi hann til Bayern München í janúar 2019. Davies sannaði sig hjá Bayern og í apríl 2020 gerði hann nýjan fimm ára samning við félagið. Framtíð hans er tryggð þökk sé fótboltanum og ef hann heldur áfram á sömu braut þá hefur hann alla burði til að verða einn besti knattspyrnumaður heims. Hingað til hefur hann, með miklum hæfileikum og frábæru hugarfari, orðið fastamaður í besta liði Evrópu. Það er því von á einhverju meiri hjá þessum strák sem heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr en í nóvember næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá þessari ótrúlegu sögu Alphonso Davies gerð skil. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Kanada Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira