Koeman segist aldrei gera það sem hann gerði samt einmitt með Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 13:00 Ronald Koeman keypti Gylfa Þór Sigurðsson til Everton haustið 2017. Getty/Tony McArdle Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Ronald Koeman er sá knattspyrnustjóri sem hefur borgað mest fyrir íslenskan knattspyrnumann en hann var tilbúinn til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea fyrir 40 milljónir punda um miðjan ágúst 2017. Hann var aftur á móti ekki tilbúinn að spila íslenska landsliðsmanninum í hans bestu stöðu í framhaldinu. Einn af mörgum knattspyrnustjórum Gylfa Þór Sigurðssonar sem hafa verið reknir á síðustu árum hefur ekki getað kvartað yfir störfunum sem hafa boðist síðan. Ronald Koeman fékk fyrst að taka við hollenska landsliðinu, einu besta landsliði heims, og fórnaði því síðan þegar kallið kom frá Barcelona. Það er vissulega allt í tómu tjóni hjá Börsungum en þetta er eitt af liðunum sem mörgum stjórum dreymir um að stýra ekki síst þeim sem voru leikmenn liðsins áður. Ronald Koeman er því kominn í draumastarfið hjá félaginu sem hann sjálfur tryggði sigur í Evrópukeppni meistaraliða með því að skora beint úr aukaspyrnu í úrslitaleiknum 1992. Ronald Koeman þarf að taka ákvörðun um landa sinn Frenkie de Jong hjá Barcelona sem hefur sjaldan fengið að spila sína bestu stöðu. Hollenskur blaðamaður spyrði hann út í landa þeirra og framtíð hans í Barcelona liðinu. Koeman: Frenkie? I will play him on the same position as with Holland. I went to see a game of Barça and saw him playing on another position and thought: I would never do this. You invest so much in a player, you spend so much money, and you play him on a different position." pic.twitter.com/0oYEl6vTJI— ?????? ???????? ?? (@TheEuropeanLad) August 21, 2020 „Frenkie? Ég mun spila honum í sömu stöðu og með hollenska landsliðinu. Ég fór á leik hjá Barca og sá hann spila í allt annarri stöðu og þá hugsaði ég: Ég myndi aldrei gera þetta. Þegar þú fjárfestir svona miklu í leikmanni, eyðir svona miklum peningi og svo spilar þú honum í allt annarri stöðu,“ sagði Ronald Koeman. Barcelona keypti Frenkie de Jong fyrir 75 milljónir evra í júlí 2019. Félagið vann engan titil á hans fyrsta tímabili. Svar Ronald Koeman við spurningunni um Frenkie de Jong var frekar broslegt miðað við það sem hann gerði sjálfur við Gylfa Þór Sigurðsson á fyrsta tímabili íslenska landsliðsmannsins á Goodison Park. Koeman gerði Gylfa ekki aðeins að dýrasta íslenska knattspyrnumanninum heldur einnig að dýrasta leikmanninum í sögu Everton. 40 milljónir punda með mögulega á fimm milljónum punda í viðbót. Koeman ákvað síðan að spila Gylfa oftast út á vinstri kanti í staðinn fyrir að vera með hann inn á miðjunni eða í holunni þar sem hann er bestur. Það er því ekkert skrýtið að byrjun Gylfa hjá Everton varð enn erfiðari fyrir vikið. Gylfi var með mikla pressu á sér og þurfti að spila stöðu þar sem hann þurfti meira af hraðanum sem hann hefur ekki og fékk minna af boltanum þar sem hann er bestur. Ronald Koeman entist reyndar aðeins fram í október því hann var rekinn eftir að liðið datt niður í fallsæti. Koeman hafði eytt um 150 milljónum punda í nýja leikmenn um sumarið en sleppt því að kaupa framherja í staðinn fyrir Romelu Lukaku. Koeman var hinsvegar tekinn við hollenska landsliðinu í febrúar 2018 og fékk Barcelona starfið síðan á dögunum.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira