Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 10:39 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59