Systir Trump segir ekki hægt að treysta honum Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 08:00 „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði systir Trump. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ AP/Andrew Harnik Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“ Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Sjá meira
Maryanne Trump Barry, eldri systir Donald Trump og fyrrverandi alríkisdómari, segir forsetann ekki hafa nein gildi og að ekki sé hægt að treysta honum. Þetta kemur fram á upptökum sem Mary L. Trump, frænka þeirra, tók á árunum 2018 og 2019. Mary Trump gaf nýverið út bók þar sem hún gagnrýnir Trump harðlega og fordæmir hegðun hans. Á einum tímapunkti kallaði Maryanne forsetann falskan og grimman. Hún segir að hann lesi ekki og að hann hafi borgað vini sínum fyrir að taka SAT-prófin svokölluðu (nokkurs konar samræmd próf) fyrir sig. Meðal þess sem fram kemur í upptökunum er það sem Maryanne sagði árið 2018 eftir að Trump stakk upp á því í sjónvarpsviðtali að hún yrði send til landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó, þar sem verið var að fjarlægja börn frá foreldrum þeirra og geyma í búrum á meðan réttarhöld fóru fram. „Það eina sem hann vill gera er að hugnast grunnstuðningsmönnum sínum," sagði hún þá. „Hann hefur engin grunngildi. Engin. Engin. Og grunnstuðningsmenn hans, ég meina guð minn, ef þú værir trúuð manneskja, myndir þú vilja hjálpa þessu fólki. Ekki gera þetta.“ Hún sagði augljóst að Trump hefði ekki lesið úrskurða hennar í dómsmálum innflytjenda. Í einum slíkum, skammaði hún til að mynda annan dómara fyrir að koma ekki fram við hælisleitenda af virðingu, samkvæmt frétt Washington Post þar sem hlusta má á hluta upptakanna. Hún fordæmdi einnig bróðir sinn fyrir að ljúga og sinna forsetaembættinu ekki af alvöru. „Helvítis tístin og lygarnar. Jeminn,“ sagði hún. „Ég er að tala of frjálslega, en þú veist. Hvernig sögurnar breytast. Skortur á undirbúningi. Lygarnar. Andskotinn.“ Donald Trump s sister is all of us. pic.twitter.com/5gALpe8KC1— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 23, 2020 Vildi baktryggja sig Fréttir um upptökurnar birtust í gærkvöldi í kjölfar minningarathafnar um Robert Trump, bróður Donald og Maryanne, fór fram í Hvíta húsinu. Í yfirlýsingu gaf Trump lítið fyrir upptökurnar. „Á hverjum degi er það eitthvað nýtt, hverjum er ekki sama. Ég sakna bróður míns og ég mun halda áfram að vinna baki brotnu fyrir bandaríska fólkið. Ekki eru allir sammála en árangurinn er augljós. Landið okkar verður bráðum öflugara en nokkru sinni fyrr,“ sagði Donald Trump í yfirlýsingu. Frá því að Mary Trump gaf út bók sína um frænda sinn, sem heitir, lauslega þýtt: Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði heimsins hættulegasta mann, hefur hún verið spurð út í heimildir sínar. Hvergi kemur fram í bókinni að hún hafi tekið upp samtöl við frænku sína en hún sagði í gær að hún hefði tekið upp um 15 klukkustundir af samtölum þeirra. Í samtali við AP fréttaveituna segir lögmaður Mary að hún hafi áttað sig á því að meðlimir Trump fjölskyldunnar hefðu logið í vitnaleiðslum. Hún hefði búist við lögsóknum vegna útgáfu bókarinnar og hafi viljað baktryggja sig. Þú getur ekki treyst honum Maryanne sagði einnig á upptöku að Donald Trump hugsaði eingöngu um sjálfan sig. Þá spurði Mary Trump frænku sína hverju Donald hefði áorkað á eigin spýtur. Hún sagðist ekki vita það en sagði svo: „Sko, hann hefur orðið gjaldþrota fimm sinnum.“ „Góður punktur. Hann áorkaði það sjálfur,“ sagði Mary. „Já, hann gerði það,“ sagði Maryanne þá og bætti við: „Þú getur ekki treyst honum.“
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Sjá meira