Innlent

Kaffihús í gömlum amerískum skólabíl í Vík í Mýrdal

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Margir af þeim sem hafa átt leið um Vík í Mýrdal í sumar hafa rekið upp stór augu þegar þeir hafa séð gamla gula ameríska skólarútu við tjaldsvæðið. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta skólabílakaffihús.

Það er Holly Keyser sem rekur kaffihúsið í rútunni, sem notið hefur mikilla vinsælda í sumar. Hún er frá Englandi en hefur búið síðustu sex ár í Ástralíu en ákvað eftir þá búsetu að flytja til Víkur og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hún segir að kaffihúsið í rútunni hafi gengið mjög vel og mikill spenningur hjá fólki að koma inn í rútuna.

Vegna kórónuveirunnar hefur Holly þurft að takmarka gestafjölda inn í rútunni en hún er svo heppin að hún getur líka afgreitt kaffið og aðra drykki út um aftur rúðu rútunnar.

Holly stefnir á að hafa rútukaffihúsið opið í allt haust og allan vetur, eða á meðan einhver kemur til hennar í kaffi eða til að fá sér aðra drykki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×