Erlent

Kali­fornía óskar eftir að­stoð Ástralíu við að berjast við gróður­elda

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gróðureldarnir í Kaliforníu hafa leitt til dauða sex einstaklinga.
Gróðureldarnir í Kaliforníu hafa leitt til dauða sex einstaklinga. Getty/Dai Sugano/

Kaliforníuríki hefur óskað eftir aðstoð Ástralíu og Kanada við að glíma við gróðureldana sem hafa brunnið þar undanfarið. Sex hafa látist vegna eldanna og hafa 12 þúsund slökkviliðsmenn glímt við eldana. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Nokkur ríki Bandaríkjanna ætla að senda aðstoð til Kaliforníu og hefur Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, óskað eftir aðstoð frá Ástralíu og Kanada. Um 560 eldar geisa nú í ríkinu og eru þeir meðal þeirra stærstu sem sést hafa þar.

Eldarnir kviknuðu eftir meira en tólf þúsund eldingar laust niður á meðan hitabylgja reið yfir ríkið í vikunni. Hitamet var slegið í Dauðdalnum en þar mældist hæsti hiti sem mælst hefur á jörðinni.

Á föstudag lýstu viðbragðsaðilar því að eldarnir hefðu margir hverjir tvöfaldast að stærð frá því daginn áður og hafi nú neytt um 175 þúsund íbúa til að flýja heimili sín. Tveir eldanna eru nú í sjöunda og tíunda sæti yfir stærstu elda sem geisað hafa í sögu ríkinu að sögn Newsom og hefur hann biðlað til Donald Trump Bandaríkjaforseta að lýsa yfir neyðarástandi í ríkinu.

Fjöldi bygginga hefur brunnið til kaldra kola og þúsundir til viðbótar eru á hættusvæðum. Um 43 hafa slasast vegna eldanna, þar á meðal slökkviliðsmenn.


Tengdar fréttir

Eldhafið í Kaliforníu ógnar þúsundum heimila

Gróðureldar í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum ógna þúsundum heimila. Erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að nálgast þá vegna landslagsins, sem er bratt og þakið giljum.

Neyðarástand í Kaliforníu

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×