Sér ekki fram á tilslakanir í ljósi stöðunnar Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 15:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17