Innlent

Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá

Sylvía Hall skrifar
Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á Hótel Rangá á þriðjudag.
Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á Hótel Rangá á þriðjudag. Vísir

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát eftir að nokkur kórónuveirusmit greindust hjá einstaklingum sem dvöldu á Hótel Rangá. Ríkisstjórnin hafði snætt kvöldverð á hótelinu síðasta þriðjudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins

Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru ekki með í kvöldverðinum og þurfa því ekki að fara í skimun.

Fyrri skimun fer fram í dag og sú síðari á mánudag. Í millitíðinni þurfa ráðherrarnir að viðhafa smitgát en þeir teljast til ytri hrings mögulega smithóps, þ.e. eru ekki hluti þess hóps sem auknar líkur eru á að hafa verið útsettur fyrir smiti.

Þeim sem höfðu viðkomu á Hótel Rangá hefur verið skipt í þrjá hópa í kjölfar athugunar smitrakningarteymis:

„Fyrsti hópurinn er sá sem er líklegastur til að hafa verið útsettur fyrir smiti og hefur í dag 14 daga sóttkví. Annar hópurinn er talinn minna líklegur til að hafa verið útsettur fyrir smiti og fer í eina skimun og viðhefur úrvinnslusóttkví þar til niðurstaða úr skimun berst. Þriðji hópurinn, sem ríkisstjórnin tilheyrir og er sömuleiðis minna útsettur fyrir smitum, fer í tvöfalda skimun og viðhefur smitgát á milli,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×