Enski boltinn

Chelsea af fullum þunga í baráttunni um Bellingham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Birmingham
Hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Birmingham vísir/getty
Hinn 16 ára gamli Jude Bellingham hefur um nóg að hugsa þessa dagana en mörg af stærstu félögum heims leggja mikla áherslu á að ná samningi við piltinn sem leikur með enska B-deildarliðinu Birmingham.

Bellingham verður 17 ára gamall þann 29.júní næstkomandi og má ætla að hann gangi í raðir stórliðs skömmu síðar en Manchester United og Borussia Dortmund hafa hingað til verið talinn líklegasti áfangastaður pilts.

Nýjustu fréttir frá Englandi herma að Chelsea hafi nú lagt aukna áherslu á að ganga frá kaupum á Bellingham sem lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Birmingham í ágúst á síðasta ári, þá nýorðinn 16 ára gamall.

Þýska stórveldið Bayern Munchen hefur einnig sett sig í samband við Birmingham en þegar Man Utd reyndi að ganga frá kaupum á Bellingham í janúar hafnaði Birmingham 20 milljón punda tilboði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×