Enski boltinn

Chelsea af fullum þunga í baráttunni um Bellingham

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Birmingham
Hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Birmingham vísir/getty

Hinn 16 ára gamli Jude Bellingham hefur um nóg að hugsa þessa dagana en mörg af stærstu félögum heims leggja mikla áherslu á að ná samningi við piltinn sem leikur með enska B-deildarliðinu Birmingham.

Bellingham verður 17 ára gamall þann 29.júní næstkomandi og má ætla að hann gangi í raðir stórliðs skömmu síðar en Manchester United og Borussia Dortmund hafa hingað til verið talinn líklegasti áfangastaður pilts.

Nýjustu fréttir frá Englandi herma að Chelsea hafi nú lagt aukna áherslu á að ganga frá kaupum á Bellingham sem lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Birmingham í ágúst á síðasta ári, þá nýorðinn 16 ára gamall.

Þýska stórveldið Bayern Munchen hefur einnig sett sig í samband við Birmingham en þegar Man Utd reyndi að ganga frá kaupum á Bellingham í janúar hafnaði Birmingham 20 milljón punda tilboði. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.