Áhorfendur hitamældir áður en þeir fara á völlinn í einu fótboltadeild Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. mars 2020 12:00 Frá leik í Hvíta-Rússlandi um helgina vísir/getty Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira