Lindelöf á mun betri launum hjá Man. United en Bruno Fernandes Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 11:30 Bruno Fernandes og Victor Lindelöf verða alltaf bornir mikið saman eftir rifildið þeirra í lokaleik Manchester United í Evrópudeildinni á tímabilinu. EPA-EFE/Clive Brunskill Enskir fjölmiðlar hafa komist yfir laun leikmanna Manchester United og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Bruno Fernandes kom til Manchester United á miðju tímabili og kostaði vissulega skildinginn. Fernandes stóð sig frábærlega með liðinu en hann er samt langt frá því að vera launahæsti leikmaður þess. Bruno Fernandes var með 12 mörk og 8 stoðsendingar í fyrstu 22 leikjum sínum með Manchester United. Liðið fékk 2,29 stig að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni með hann innanborðs. Það vakti athygli þegar Manchester United fékk á sig markið sem kostaði þá sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar að þeir Bruno Fernandes og Victor Lindelöf hnakkrifust í kjölfarið inn á vellinum. Bruno Fernandes gerði lítið úr þessu eftir leikinn en Victor Lindelöf kallaði hann ekki fallegu nafni. Þegar við skoðum launaumslögin hjá þeim Bruno Fernandes og Victor Lindelöf þá kemur í ljós að sænski miðvörðurinn er á betri launum en Bruno Fernandes sem kemur örugglega mörgum á óvart. Lindelof on more money than Fernandes Juan Mata £550k a week on just their goalkeepershttps://t.co/uhDpG09Lsr— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2020 Bruno Fernandes fær 5,1 milljón punda í laun á ári eða 100 þúsund pund á viku. Það gerir 927 milljónir í árslaun og rúmar átján milljónir í laun á viku. Victor Lindelöf fær aftur á móti 6,2 milljónir punda í árslaun eða 1,127 milljarða íslenskra króna. Svíinn er því að fá 21,8 milljónir í laun á viku eða meira en þremur og hálfri milljón hærri laun á viku en Portúgalinn. Spænski markvörðurinn David De Gea er launahæsti leikmaður Manchester United með 19,5 milljónir punda í árslaun eða 3,5 milljarða íslenskra króna. De Gea fær því 63,6 milljónir í laun á viku og er í sérflokki. Paul Pogba er næstlaunahæstur en hann fær 52,7 milljónir króna í laun á viku og landi hans Anthony Martial fær 44,4 milljónir í vasann í hverri viku. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir laun leikmanna Manchester United. Laun leikmanna Manchester United: David De Gea - 19,5 milljónir punda - 350 þúsund pund á viku Paul Pogba - 15 milljónir punda - 290 þúsund pund á viku Anthony Martial - 13 milljónir punda - 250 þúsund pund á viku Marcus Rashford - 10,4 milljónir punda - 200 þúsund pund á viku Harry Maguire - 9,8 milljónir punda- 189 þúsund pund á viku Juan Mata - 8,3 milljónir punda - 160 þúsund pund á viku Luke Shaw - 7,8 milljónir punda - 150 þúsund pund á viku Odion Ighalo - 6,5 milljónir punda - 125 þúsund pund á viku Fred - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Victor Lindelof - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Nemanja Matic - - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Bruno Fernandes - 5,1 milljón punda - 100 þúsund pund á viku Dean Henderson - 5,1 milljón punda - 100 þúsund pund á viku Aaron Wan-Bissaka - 4,6 milljónir punda - 90 þúsund pund á viku Scott McTominay - 60 þúsund pund á viku Mason Greenwood - 40 þúsund pund á viku Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa komist yfir laun leikmanna Manchester United og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Bruno Fernandes kom til Manchester United á miðju tímabili og kostaði vissulega skildinginn. Fernandes stóð sig frábærlega með liðinu en hann er samt langt frá því að vera launahæsti leikmaður þess. Bruno Fernandes var með 12 mörk og 8 stoðsendingar í fyrstu 22 leikjum sínum með Manchester United. Liðið fékk 2,29 stig að meðaltali í leik í ensku úrvalsdeildinni með hann innanborðs. Það vakti athygli þegar Manchester United fékk á sig markið sem kostaði þá sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar að þeir Bruno Fernandes og Victor Lindelöf hnakkrifust í kjölfarið inn á vellinum. Bruno Fernandes gerði lítið úr þessu eftir leikinn en Victor Lindelöf kallaði hann ekki fallegu nafni. Þegar við skoðum launaumslögin hjá þeim Bruno Fernandes og Victor Lindelöf þá kemur í ljós að sænski miðvörðurinn er á betri launum en Bruno Fernandes sem kemur örugglega mörgum á óvart. Lindelof on more money than Fernandes Juan Mata £550k a week on just their goalkeepershttps://t.co/uhDpG09Lsr— SPORTbible (@sportbible) August 21, 2020 Bruno Fernandes fær 5,1 milljón punda í laun á ári eða 100 þúsund pund á viku. Það gerir 927 milljónir í árslaun og rúmar átján milljónir í laun á viku. Victor Lindelöf fær aftur á móti 6,2 milljónir punda í árslaun eða 1,127 milljarða íslenskra króna. Svíinn er því að fá 21,8 milljónir í laun á viku eða meira en þremur og hálfri milljón hærri laun á viku en Portúgalinn. Spænski markvörðurinn David De Gea er launahæsti leikmaður Manchester United með 19,5 milljónir punda í árslaun eða 3,5 milljarða íslenskra króna. De Gea fær því 63,6 milljónir í laun á viku og er í sérflokki. Paul Pogba er næstlaunahæstur en hann fær 52,7 milljónir króna í laun á viku og landi hans Anthony Martial fær 44,4 milljónir í vasann í hverri viku. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir laun leikmanna Manchester United. Laun leikmanna Manchester United: David De Gea - 19,5 milljónir punda - 350 þúsund pund á viku Paul Pogba - 15 milljónir punda - 290 þúsund pund á viku Anthony Martial - 13 milljónir punda - 250 þúsund pund á viku Marcus Rashford - 10,4 milljónir punda - 200 þúsund pund á viku Harry Maguire - 9,8 milljónir punda- 189 þúsund pund á viku Juan Mata - 8,3 milljónir punda - 160 þúsund pund á viku Luke Shaw - 7,8 milljónir punda - 150 þúsund pund á viku Odion Ighalo - 6,5 milljónir punda - 125 þúsund pund á viku Fred - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Victor Lindelof - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Nemanja Matic - - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Bruno Fernandes - 5,1 milljón punda - 100 þúsund pund á viku Dean Henderson - 5,1 milljón punda - 100 þúsund pund á viku Aaron Wan-Bissaka - 4,6 milljónir punda - 90 þúsund pund á viku Scott McTominay - 60 þúsund pund á viku Mason Greenwood - 40 þúsund pund á viku
Laun leikmanna Manchester United: David De Gea - 19,5 milljónir punda - 350 þúsund pund á viku Paul Pogba - 15 milljónir punda - 290 þúsund pund á viku Anthony Martial - 13 milljónir punda - 250 þúsund pund á viku Marcus Rashford - 10,4 milljónir punda - 200 þúsund pund á viku Harry Maguire - 9,8 milljónir punda- 189 þúsund pund á viku Juan Mata - 8,3 milljónir punda - 160 þúsund pund á viku Luke Shaw - 7,8 milljónir punda - 150 þúsund pund á viku Odion Ighalo - 6,5 milljónir punda - 125 þúsund pund á viku Fred - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Victor Lindelof - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Nemanja Matic - - 6,2 milljónir punda - 120 þúsund pund á viku Bruno Fernandes - 5,1 milljón punda - 100 þúsund pund á viku Dean Henderson - 5,1 milljón punda - 100 þúsund pund á viku Aaron Wan-Bissaka - 4,6 milljónir punda - 90 þúsund pund á viku Scott McTominay - 60 þúsund pund á viku Mason Greenwood - 40 þúsund pund á viku
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira