Boðar risapartý í júní í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 16:00 Josip Ilicic skoraði fernu í leiknum í gærkvöldi en það var enginn í stúkunni til að sjá það. Vísir/Getty Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira