Boðar risapartý í júní í staðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 16:00 Josip Ilicic skoraði fernu í leiknum í gærkvöldi en það var enginn í stúkunni til að sjá það. Vísir/Getty Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Stuðningsmenn spútnikliðs Meistaradeildarinnar verða bíða með að fagna saman frábærum árangri liðsins í keppninni í ár. Á fáum stöðum hefur kórónuveiran herjað meira á en á heimaslóðum Atalanta liðsins. Ítalska félagið Atalanta tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en liðið er fyrstu nýliðinn sem nær að komast svo langt í Meistaradeildinni síðan að lið Leicester City fór einnig í átta liða úrslitin tímabilið 2016-17. Atalanta liðið kemur frá Bergamo eða þeim hluta Ítalíu þar sem kórónuveiran hefur haft mest áhrif. Ítalir lokuðu fyrst þessum hluta landsins þegar útbreiðsla kórónuveirunnar var orðin svo mikil þar. Ítalir þurftu seinna að loka öllu landinu og engir stuðningsmenn Atalanta flugu með til Spánar. Það voru heldur engir áhorfendur á Mestalla vellinum í gærkvöldi. Stuðningsmenn Valencia liðsins söfnuðust reyndar fyrir utan völlinn og létu heyra í sér allan tímann. Atalanta vann leikinn í gær 4-3 og þar með 8-4 samanlagt. Atalanta liðið hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína í Meistaradeildinni og skorað í þeim þrettán mörk."We will have a big party in June for this." Atalanta have dedicated their their Champions League win in Valencia to the people of Bergamo - "a territory that is suffering so much".https://t.co/8rFjnO13Clpic.twitter.com/w3CtxlLCKo — BBC Sport (@BBCSport) March 11, 2020„Við erum mjög ánægðir með fyrir hvað þessi úrslit standa,“ sagði knattsyrnustjórinn Gian Piero Gasperini eftir sigurinn í gær. „Við munum hafa risapartý í júní til að fagna þessum árangri og sigri okkar á hættunni sem við munum líka leggja að velli,“ sagði Gasperini og vísaði þá í baráttuna við kórónuveiruna. „Við vitum að það voru margir að fylgjast með okkur heima sem gátu ekki farið út á götu til að fagna. Þetta var fyrir fólkið í Bergamo. Við höfum líka fengið margar kveðjur frá yfirmanninum á sjúkrahúsinu í Bergamo,“ sagði Gian Piero Gasperini. „Þetta er eitthvað svo mjög sérstakt fyrir okkur. Þetta er mjög óvenjulegur tími fyrir Bergamo, Lombardy héraðið og Ítalíu alla en sem félag þá getum við aðeins þakkað okkar leikmönnum og þjálfurum fyrir að gefa okkur tvo klukkutíma af gleði,“ sagði Luca Percassi, framkvæmdastjóri félagsins. „Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi fótboltans á erfiðum stundum eins og við stöndum nú frammi fyrir,“ sagði Luca Percassi. Félagið biðlaði síðan til allra stuðningsmanna sinna að af heilsuástæðum myndu þeir ekki fagna þessum árangri út á götum Bergamo. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira