Stelpan sem lamdi hnéskelina sína aftur í lið segir sögu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 14:00 Jane O'Toole sést hér lemja hnéskelina sína aftur í liðinn. Skjámynd/BBC Sport Scotland Skoska knattspyrnukonan Jane O'Toole er hörkutól sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún hætti ekki að spila þótt að hnéskelin hennar færi úr lið heldur greip til sinna eigin ráða og kláraði leikinn. Fyrir það hefur hún fengið sinn skerf af heimsfrægð. Myndbandið með Jane O'Toole að lemja hnéskelina aftur í lið fór eins og eldur um sinu á netinu og næstum því ein og hálf milljón manns hafa horft á myndbandið á netinu. „Ég var eiginlega ekkert að hugsa um hvað ég væri að gera. Ég lamdi bara nokkrum sinn á hnéskelina og hún fór síðan á endanum aftur í liðin,“ sagði Jane O'Toole í viðtali við breska ríkisútvarpið sem leitaði hana uppi og fékk hennar sögu af atvikinu sem svo margir hafa séð.'I just knew that knee had to be put back in' Meet Jane O'Toole, the St Mirren captain behind THAT dislocated kneecap... pic.twitter.com/HfbCGZYb8q — BBC Sport Scotland (@BBCSportScot) March 11, 2020„Ég var eiginlega í hálfgerðu áfalli yfir því hversu margir hafa horft á þetta sem var örugglega mjög vitlaust hjá mér að gera. Það var frábært hvað allir tóku þessu vel,“ sagði Jane O'Toole. „Þetta var bara 50-50 tækling og ég ætlaði mér að vinna boltann. Um leið og ég lenti í grasinu þá sá ég að hnéskelin var farin úr lið. Ég brást bara við af eðlishvöt og vissi að ég yrði að að koma henni aftur í liðinn,“ sagði O'Toole. „Ég hafði lent í þessu áður fyrir nokkrum árum og þá kom sjúkraliði og setti hana aftur í lið. Þá þurfti ég að bíða lengi eftir honum en ég vissi að það yrði betra að koma henni sem fyrst í liðinn,“ sagði Jane O'Toole. Þrátt fyrir að vera sárþjáð kláraði O'Toole leikinn og lék í 40 mínútur eftir að hafa meiðst en hún er fyrirliði St Mirren liðsins. Þjálfarinn kom síðan til mín og spurði hvort ég væri að koma út af. Ég svaraði: Kemur ekki til greina. Þetta sýnir líka hugarfarið í kvennaboltanum og að þar er engin sérstök dramatík í gangi. Leikmenn verða fyrir meiðslum en ef þú getur staðið upp og haldið áfram þá gerum við það,“ sagði Jane O'Toole. en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan. Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Skoska knattspyrnukonan Jane O'Toole er hörkutól sem kallar ekki allt ömmu sína. Hún hætti ekki að spila þótt að hnéskelin hennar færi úr lið heldur greip til sinna eigin ráða og kláraði leikinn. Fyrir það hefur hún fengið sinn skerf af heimsfrægð. Myndbandið með Jane O'Toole að lemja hnéskelina aftur í lið fór eins og eldur um sinu á netinu og næstum því ein og hálf milljón manns hafa horft á myndbandið á netinu. „Ég var eiginlega ekkert að hugsa um hvað ég væri að gera. Ég lamdi bara nokkrum sinn á hnéskelina og hún fór síðan á endanum aftur í liðin,“ sagði Jane O'Toole í viðtali við breska ríkisútvarpið sem leitaði hana uppi og fékk hennar sögu af atvikinu sem svo margir hafa séð.'I just knew that knee had to be put back in' Meet Jane O'Toole, the St Mirren captain behind THAT dislocated kneecap... pic.twitter.com/HfbCGZYb8q — BBC Sport Scotland (@BBCSportScot) March 11, 2020„Ég var eiginlega í hálfgerðu áfalli yfir því hversu margir hafa horft á þetta sem var örugglega mjög vitlaust hjá mér að gera. Það var frábært hvað allir tóku þessu vel,“ sagði Jane O'Toole. „Þetta var bara 50-50 tækling og ég ætlaði mér að vinna boltann. Um leið og ég lenti í grasinu þá sá ég að hnéskelin var farin úr lið. Ég brást bara við af eðlishvöt og vissi að ég yrði að að koma henni aftur í liðinn,“ sagði O'Toole. „Ég hafði lent í þessu áður fyrir nokkrum árum og þá kom sjúkraliði og setti hana aftur í lið. Þá þurfti ég að bíða lengi eftir honum en ég vissi að það yrði betra að koma henni sem fyrst í liðinn,“ sagði Jane O'Toole. Þrátt fyrir að vera sárþjáð kláraði O'Toole leikinn og lék í 40 mínútur eftir að hafa meiðst en hún er fyrirliði St Mirren liðsins. Þjálfarinn kom síðan til mín og spurði hvort ég væri að koma út af. Ég svaraði: Kemur ekki til greina. Þetta sýnir líka hugarfarið í kvennaboltanum og að þar er engin sérstök dramatík í gangi. Leikmenn verða fyrir meiðslum en ef þú getur staðið upp og haldið áfram þá gerum við það,“ sagði Jane O'Toole. en það má sjá viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Fótbolti Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira