Íslenski boltinn

KA barði frá sér eftir skellinn gegn Víkingi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óli og lærisveinar unnu sigur í Boganum í  kvöld.
Óli og lærisveinar unnu sigur í Boganum í kvöld. vísir/bára

KA vann 2-0 sigur á grönnum sínum í Magna er liðin mætust í Boganum í kvöld. Leikurinn var liður í A-deild Lengjubikarsins en þar leika liðin í riðli tvö.

KA tapaði 6-0 fyrir Víkingi um síðustu helgi og voru það úrslit sem komu mörgum á óvart en liðið náði að koma sér aftur á sigurbraut í kvöld.

Sveinn Margeir Hauksson kom KA yfir á 36. mínútu og Brynjar Ingi Bjarnason skoraði annað mark þeirra gulklæddu stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 2-0.

KA er með sjö stig eftir fimm leiki en Magni er án stiga eftir fjóra leiki. Liðið er með markatöluna 1-20 eftir leikina fjóra.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.