Sportpakkinn: Zidane sagðist vera með dásamlegt lið eftir sigurinn á Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2020 15:30 Strákarnir hans Zinédines Zidane eru með eins stigs forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í El Clásico. vísir/getty Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45
Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30
Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30
Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00