Fótbolti

Sturridge algjörlega niðurbrotinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturridge í leik með Liverpool.
Sturridge í leik með Liverpool. vísir/getty

Framherjinn Daniel Sturridge var í gær dæmdur í fjögurra mánaða keppnisbann eftir að hafa brotið veðmálareglur.

Upphaflega fékk hann sex leikja bann vegna málsins síðasta sumar en enska knattspyrnusambandið áfrýjaði þeim úrskurði og fannst ekki nógu langt gengið. Það skilaði sér í þessu fjögurra mánaða banni.

Sturridge missti um leið samning sinn við tyrkneska liðið Trabzonspor.

„Þetta hefur verið langt og erfitt mál og það hefur gert mér erfitt fyrir að einbeita mér að boltanum. Síðustu dagar hafa verið brjálaðir og þessi niðurstaða er mikið áfall,“ sagði Sturridge.

Leikmaðurinn var fundinn sekur um að hafa gefið upplýsingar um möguleg félagaskipti þar sem hann vissi meira en flestir um málið. Hann nýtti sér innherjaupplýsingar.

Sturridge skoraði sjö mörk í sextán leikjum fyrir Trabzonspor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×