Enski boltinn

Klopp hefur engar áhyggjur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klopp á Stamford Bridge í gær.
Klopp á Stamford Bridge í gær. vísir/getty

Eftir að hafa flogið hátt í allan vetur hefur gefið á bátinn hjá Liverpool sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í öllum keppnum.

Liverpool er úr leik í ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Chelsea í gær en stjóri liðsins, Jürgen Klopp, er ekki orðinn áhyggjufullur.

„Það er auðvelt að útskýra þetta tap því við gerðum stór mistök er þeir skora. Þetta var allt önnur frammistaða en gegn Watford. Það var slæm frammistaða. Þetta var ekki slæmt,“ sagði Klopp eftir leikinn.

„Ég var ánægður með hvernig leikmennirnir brugðust við eftir tapið gegn Watford. Ég var hrifinn af því hvernig við spiluðum og það var margt jákvætt í þessu. Svona gerist í fótbolta.

„Við bjuggumst aldrei við því að þetta yrði auðvelt tímabil. Það verða alltaf einhverjir erfiðleikar. Við vorum fínir í kvöld en ekki nógu góðir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×