Innlent

Út­skriftar­athöfn bókara af­lýst fyrir mis­tök

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útskriftarathöfn bókara var aflýst fyrir mistök.
Útskriftarathöfn bókara var aflýst fyrir mistök. getty

Prófnefnd viðurkenndra bókara sendi í dag póst á útskriftarnema og greindi frá því að útskriftarathöfn myndi ekki fara fram á morgun vegna kórónuveirufaraldursins. Þar var einhver misskilningur á og segir Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í samtali við fréttastofu að ráðuneytið aflýsti viðburðum á sínum vegum almennt ekki.

„Þarna verður leiður misskilningur á verklagi, endar er ráðuneytið almennt ekki að aflýsa viðburðum á sínum vegum,“ segir hún. Unnið sé eftir landsáætlun og séu ráðuneytin öll í miklu samstarfi við almannavarnir og sóttvarnarlækni. Hættumati þeirra sé fylgt.

Vegna mistakanna munu útskriftarefni fá prófskírteinin send í pósti úr því að athöfnin verður ekki haldin.

„Prófnefndin vonast til að geta samglaðst með útskriftarnemum síðar, vonandi sem allra fyrst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×