Innlent

37 smituð og eitt vafatilfelli

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vel búinn hjúkrunarfræðingur að störfum.
Vel búinn hjúkrunarfræðingur að störfum. vísir/vilhelm

Alls voru fjögur ný kórónuveirusmittilfelli greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær. Þau eru því alls orðin 37 talsins.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru öll hin smituðu á aldrinum 44 til 67 ára en ekkert þeirra er alvarlega veikt. Að sama skapi tengjast þau öll Ítalíu og Austurríki, nánar tiltekið svæðunum Trentínó og Ischgl. Bæði hafa þau verið flokkuð sem áhættusvæði.

Alls hafa 386 sýni verið greind vegna kórónuveirunnar til þessa. Auk fyrrnefndra, staðfestra sýna hefur einnig komið upp eitt „vafasýni“ eins og almannavarnir orða það. Tæplega 400 einstaklingar eru í sóttkví.

 

Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna

Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna

Hvernig smitast kórónu­veiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.

Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?

Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum.

Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×