Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 6. mars 2020 12:00 Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru staddir á Ítalíu. vísir/vilhelm/samsett Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. Íslenska landsliðið spilar undanúrslitaleik um sæti á EM 2020 gegn Rúmeníu í lok mars og Vísir sló á þráðinn til Guðna og spurði hann hvernig staðan væri á þeim. „Við erum að fara yfir þetta með þeim sem að þessu komu, bæði hér á landi og knattspyrnuyfirvöldum erlendis, svo við erum bara að fara yfir stöðuna,“ sagði Guðni í samtali við Vísi í morgun. „Þetta er að breytast frá degi til dags og viku frá viku. Við erum að reyna greina þetta og rýna í hvað best sé að gera. Það í sjálfu sér mun vonandi skýrast í næstu viku hvað við þurfum að gera í því sambandi.“ Formaðurinn segir að það sé erfitt að segja eitthvað um málið á þessum tímapunkti en hann reikni með þeim í landsleikina. „Það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Það á eftir að tilkynna hópinn en þeir ættu að gera sterkt tilkall í hópinn. Það er miðað við það að þeir komi í landsleikinn og gengið út frá því að þeir komi í leikinn en það er erfitt að fullyrða á þessum tímapunkti.“ Það eru ekki bara Emil og Birkir sem KSÍ er að horfa til því U19 ára landslið Íslands á að spila milliriðil á Ítalíu í næstu viku. „Við erum líka að horfa til þess að fara að spila milliriðil á Ítalíu og fleira sem við erum að athuga með. Hlutirnir eru að breytast með hverri vikunni svo við vitum heldur ekki hver nákvæmlega staðan verður í næstu viku.“ „Við munum taka stöðuna betur á þessu strax eftir helgi og erum nú þegar byrjuð að rýna og greina í stöðuna og sjá hvað þurfi að gera,“ sagði Guðni. EM 2020 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. Íslenska landsliðið spilar undanúrslitaleik um sæti á EM 2020 gegn Rúmeníu í lok mars og Vísir sló á þráðinn til Guðna og spurði hann hvernig staðan væri á þeim. „Við erum að fara yfir þetta með þeim sem að þessu komu, bæði hér á landi og knattspyrnuyfirvöldum erlendis, svo við erum bara að fara yfir stöðuna,“ sagði Guðni í samtali við Vísi í morgun. „Þetta er að breytast frá degi til dags og viku frá viku. Við erum að reyna greina þetta og rýna í hvað best sé að gera. Það í sjálfu sér mun vonandi skýrast í næstu viku hvað við þurfum að gera í því sambandi.“ Formaðurinn segir að það sé erfitt að segja eitthvað um málið á þessum tímapunkti en hann reikni með þeim í landsleikina. „Það er ekkert hægt að segja á þessu stigi. Það á eftir að tilkynna hópinn en þeir ættu að gera sterkt tilkall í hópinn. Það er miðað við það að þeir komi í landsleikinn og gengið út frá því að þeir komi í leikinn en það er erfitt að fullyrða á þessum tímapunkti.“ Það eru ekki bara Emil og Birkir sem KSÍ er að horfa til því U19 ára landslið Íslands á að spila milliriðil á Ítalíu í næstu viku. „Við erum líka að horfa til þess að fara að spila milliriðil á Ítalíu og fleira sem við erum að athuga með. Hlutirnir eru að breytast með hverri vikunni svo við vitum heldur ekki hver nákvæmlega staðan verður í næstu viku.“ „Við munum taka stöðuna betur á þessu strax eftir helgi og erum nú þegar byrjuð að rýna og greina í stöðuna og sjá hvað þurfi að gera,“ sagði Guðni.
EM 2020 í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira