Fótbolti

Færeyingar loka á áhorfendur

Sindri Sverrisson skrifar
Færeyska kvennalandsliðið fær enga áhorfendur á leik sinn við Eistland á mánudag.
Færeyska kvennalandsliðið fær enga áhorfendur á leik sinn við Eistland á mánudag. vísir/getty

Færeyingar hafa ákveðið að fyrstu tvær umferðirnar í efstu deild karla í fótbolta þar í landi verði spilaðar fyrir luktum dyrum.

Þetta ákvað færeyska knattspyrnusambandið eftir að heilbrigðisyfirvöld gáfu út að fresta ætti viðburðum þar sem fleiri en 500 manns kæmu saman.

Að sama skapi verða því engir áhorfendur á vináttulandsleik Færeyja og Eistlands á mánudaginn.

Þá er ljóst að leikmenn og dómarar munu ekki takast í hendur fyrir leiki eins og venjan hefur verið.


Tengdar fréttir

Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs

Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar.

Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR.

Ragnar og fé­lagar spila fyrir luktum dyrum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði í morgun að aflýsa eða fresta ætti öllum viðburðum vegna kórónaveirunnar sem fleiri en þúsund manns mæta á og nú eru Danirnir byrjaðir að skipuleggja sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×