Körfubolti

Fjölmennu Nettómóti frestað vegna neyðarstigs

Sindri Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Mikill fjöldi kemur barna hefur jafnan komið saman á Nettómótinu hvert ár.
Mikill fjöldi kemur barna hefur jafnan komið saman á Nettómótinu hvert ár. facebook/nettómótið

Mótsnefnd Nettómótsins í körfubolta, þar sem yfir 1.300 börn og unglingar voru skráð til keppni, ákvað nú síðdegis að fresta mótinu um ótilgreindan tíma vegna kórónuveirunnar.

Þetta var ákveðið á stöðufundi nefndarinnar í dag en í tilkynningu segir að mikil forsendubreyting hafi orðið eftir fund Almannavarna í dag þar sem lýst var yfir neyðarstigi í landinu. Í kjölfar þess hafi félög byrjað að afboða sig af mótinu.

Alls voru 276 lið frá 25 körfuknattleiksfélögum skráð til keppni og ljóst að ákvörðunin um frestun var erfið.

Mótsnefnd mun senda út frekari upplýsingar um framhald mála á næstunni.

Mótið hefur verið haldið síðan 1990. Fyrr í dag sagði Jón Ben Einarsson mótsstjóri í samtali við Vísi að ekki væri talin ástæða til annars en að mótið færi fram, en ljóst er að eftir fund dagsins hefur orðið breyting á því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×