Innlent

Biðja fólk í sóttkví um að flokka ekki

Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Allt sorp í Bláskógabyggð á að setja í almennt rusl.
Allt sorp í Bláskógabyggð á að setja í almennt rusl. visir/vilhelm
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar biðlar til fólks sem er í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu vegna kórónuveirunnar að setja allan úrgang í almennt sorp og sleppa því að flokka til endurvinnslu. Sóttvarnarlæknir segir óþarfi að hafa áhyggjur af sorpi sé það vandlega meðhöndlað.

Fram kemur í tilkynningu sveitarfélagsins að með þessu vilji sveitarstjórnin hindra frekari smit og gæta fyllstu varúðarráðstafana. Flokkað sorp sem sé síðar meðhöndlað af starfsmönnum þjónustuaðila gæti verið sóttmengað.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir í samtali við fréttastofu að ekki þurfi að gera sérstakar varúðarráðstafanir hvað varðar sorp. Lítil hætta sé á að smit berist með sorpi, svo lengi sem fólk gæti almenns hreinlætis við meðhöndlun þess. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×