Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 18:32 Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis héldu upplýsingafund í dag til að fara yfir útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi og viðbrögðin. „Við áformum að halda áfram með þær aðgerðir sem við höfum verið með í gangi. Það er að segja að greina sýkingar snemma. Beita einangrun og leita að þeim sem að hugsanlega gæti hafa smitast af þessum einstaklingum og setja þá í sóttkví. Þetta eru harðar aðgerðir sem að við erum að beita nú í byrjun til þess að hægja á ferlinu eins mikið og hægt er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þórólfur segir nú farið að beina sjónum meira að hópum sem eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Sérstakar leiðbeiningar hafa því verið gefnar út fyrir þann hóp en finn má þær á heimasíðu Landlæknisembættisins. „Þeir sem eru í mestri hættu að fá alvarleg einkenni það eru þeir eldri og áhættan eykst sérstaklega eftir fimmtug en mest í eldri aldurshópum,“ segir Alma Möller landlæknir. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/vilhelm Til greina kemur að gefa út tilmæli um að ekki séu haldnar stórar samkomur Nú hafa fimmtíu greinst með veiruna á Íslandi. Sjö af þeim smituðust innanlands. Af þessum fimmtíu sem eru smitaðir er einn á áttræðisaldri. „Þetta er miðaldra hópur mjög mikið og þarna er líka eins árs gamalt barn,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Hann segir barnið hafa veikst á ferð með foreldrum sínum en það sé ekki mikið veikt. Víðir leggur áherslu á að enginn hafi enn veikst alvarlega. Síðustu daga hefur verið hætt við að halda fjölmargar samkomur eins og árshátíðir og einnig íþróttamót barna. Víðir segir samkomubann þó enn ekki hafa verið sett á en slíkt gæti komið til á næstunni. Það myndi hafa mikil áhrif á samfélagið. „Við viljum bara fara betur yfir þetta og vera viss um það að ef við grípum til slíkra aðgerða að þær hafi áhrif á það að draga úr hraða faraldursins en á sama tíma að reyna að valda eins litlu tjóni á samfélaginu og mögulegt er,“ segir Víðir. Hann segir að ef farið verði alla leið í samkomubanni verði skóla- og leikskólahald bannað. Hann segir koma til greina að gefa út almenn tilmæli um að stórar samkomur verði ekki haldnar. „Það er svona eins og margar þjóðir hafa gert. Danir gáfu út í gær tilmæli um það samkomur þar sem þúsund manns kæmu saman að þeim verði hætt. Við erum í dag búin að gefa út tilmæli til þeirra sem eru viðkvæmir eða vinna með viðkvæmum einstaklingum að þeir séu ekki að koma saman en við höfum ekki gengið lengra í bili,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira