Spritt eitt og sér dugar ekki til að verjast kórónuveirunni ef hendurnar eru óhreinar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 22:15 Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira