Íslenski boltinn

Blikar gáfu Austfirðingum 25 bolta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jóna Petra Magnúsdóttir og Guðný Margrét Bjarnadóttir tóku við gjöfinni fyrir hönd Austfirðinga.
Jóna Petra Magnúsdóttir og Guðný Margrét Bjarnadóttir tóku við gjöfinni fyrir hönd Austfirðinga. Facebook/Blikar.is

Meistaraflokkur Breiðabliks kom færandi hendi til Reyðarfjarðar í gær þar sem liðið atti kappi við Leikni Fáskrúðsfjörð í Lengjubikarnum í fótbolta.

Eins og sjá má í Facebook færslu neðst í fréttinni færði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, 25 bolta sem ætlaðir eru yngri flokkastarfi Fjarðabyggðar og Leiknis Fáskrúðsfjarðar.

Í færslu Blika segir að það sé hluti af stefnu knattspyrnudeildar Breiðabliks að aðstoða félög á landsbyggðinni í barna- og unglingastarfi.

Leik Leiknis og Breiðabliks lauk með 1-4 sigri Kópavogsliðsins.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×