Íslenski boltinn

Steve Dagskrá í Hamraborginni: Blika húðflúr og vörusvik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir í Hamraborginni.
Félagarnir í Hamraborginni. vísir/skjáskot

Steve Dagskrá er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.

Þátturinn fer í loftið strax á eftir Pepsi Max mörkum kvenna þar sem síðustu leikir í Pepsi Max deild kvenna eru gerðir upp.

Þáttarstjórnendur Steve Dagskrá eru þeir Vilhjálmur Freyr Hallsson og Andri Geir Gunnarsson en í þætti kvöldsins fara þeir á stórleik Breiðablik og Vals í Pepsi Max deild kvenna.

Þeir fara meðal annars í Hamraborgina og skoða sig um og fóru m.a. inn á vídéómarkað þar sem þeir fengu ekki það sem þeir leituðu eftir.

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Klippa: Steve dagskrá í Hamraborginni


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.