Enski boltinn

Ancelotti vill nú sækja tvo leik­menn í stöðuna hans Gylfa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allan gæti leikið á Goodison Park á næstu leiktíð.
Allan gæti leikið á Goodison Park á næstu leiktíð. vísir/getty

Everton heldur áfram að vera orðað við miðjumenn en nú eru tveir miðjumenn sterklega orðaðir við félagið.

Hinn virti ítalski blaðamaður, Fabrizio Romano, greinir frá því að Everton hafi átt í viðræðum við tvö félög að undanförnu.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, virðist vilja fá bæði Abdoulaye Doucouré frá Watford sem og Allan frá Napoli.

Romano segir að viðræður Everton við félögin hafi átt sér stað en Ancelotti virðist ólmur vilja styrkja miðsvæðið.

Allan vann saman með Ancelotti hjá Napoli við góðan orðstír en enginn miðjumaður Everton vann fleiri návígi að meðaltali en Allan á síðustu leiktíð.

Doucouré og Watford féllu niður í ensku B-deildina á síðustu leiktíð og er talið að miðjumaðurin vilji komast í deild þeirra bestu á nýjan leik.

Gylfi Sigurðsson er áfram á mála hjá Everton og er samningsbundinn félaginu til ársins 2022. Hann byrjaði flest alla leikina undir stjórn Ancelotti eftir komu hans til Bítlaborgarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.