Almenningur geti ekki krafist kvittana Þórdísar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:57 Jón Ólafsson, prófessor, segir jákvætt að bæði almenningur og ráðherrar velti siðareglum fyrir sér. Mikil umræða skapaðist um óvissuferð Þórdísar Kolbrúnar ferðamálaráðherra og vinkvenna hennar um helgina. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðmálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. Fréttastofa ræddi við Jón um siðareglurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikil umræða hefur skapast eftir að ljósmyndir af Þórdísi og vinkonum hennar í óvissuferð, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Athygli hefur vakið að ein úr vinkvennahópnum, Eva Laufey Kjaran dagskrárgerðarkona, hafi auglýst fyrir Hilton Reykjavík Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu en Eva Laufey hefur hátt í 34 þúsund fylgjendur á Instagram. Í Facebook-færslu í gær kvaðst Þórdís ekki hafa gist á hótelinu. Hún hafi greitt uppsett verð fyrir alla þjónustu sem henni var veitt á umræddum degi. Þórdís vildi þó ekki sýna RÚV kvittanir fyrir viðskiptunum þegar eftir því var leitað. Kvittanir Þórdísar Jón segir að almenningur geti ekki gert kröfu um að ráðherra birti reikninga um persónuleg útgjöld sín. „Það sem er grundvallaratriði í þessu er að hún er spurð um það hvort hún hafi borgað sjálf fyrir sig, og svarar því afdráttarlaust játandi, það er að segja, það er engin spurning um það. […] Ég held við verðum að hafa mjög skýrt í huga að í rauninni þá tökum við trúanlegt, það sem fólk segir sjálft, þannig að spurningin um hvort hún hafi notið greiða einhverra annarra eða verið þátttakandi í auglýsingu er í rauninni afgreidd með því að hún svarar þessari spurningu afdráttarlaust.“ Krafa um kvittanir fyrir persónuleg útgjöld sé innan marka friðhelgis einkalífs ráðherra. „Ég held að það sé í rauninni spurning um mörkin á milli „prívat“ lífs og opinbers lífs stjórnmálamanna. Ég sé enga kröfu um það í siðareglum eða sem almenningur getur gert að ráðherrar birti upplýsingar um sín „prívatútgjöld.“ Það getur verið ýmislegt í þeim sem þeir hafa fulla ástæðu til að halda fyrir sig“ Rétt að leita álits skrifstofu löggjafarmála Jón segir að það hafi verið rétt skref hjá Þórdísi að leita til skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu og gott að hún hafi beðist afsökunar. „Ég held að aðalatriði sé að það sé fjallað opinskátt um svona [siðferðisleg álitamál]. Eins og mér finnst vera að gerast núna. Ráðuneytið hefur blandað sér í þetta, það hefur verið sagt eitthvað um málið, það er skrifstofa löggjafarmála í ráðuneytinu sem hefur þetta hlutverk að skoða siðareglurnar og meta það hvort það sé eitthvað sem brýtur í bága við þær.“ „Þetta er líka spurning um að geta horft „krítískt“ á það sem maður gerir sjálfur og geta fjallað um það á yfirvegaðan hátt og án hroka.“ Ráðherrar átti sig ekki á áhrifum áhrifavalda Í málinu fléttast böndum tiltölulega nýir viðskiptahættir á borð viðskiptasamninga áhrifavalda á samfélagsmiðlum og stjórnmálin. Jón var spurður hvort hann teldi að þarna væri eitthvað nýtt fyrirbæri á ferðinni sem þyrfti að skoða sérstaklega og hvort hann búist við fleiri uppákomum á borð við þessa í framtíðinni samhliða því að áhrifavaldar sækja í sig veðrið. „Ég myndi kannski ekki segja að við séum að sjá eitthvað alveg nýtt, en við sjáum þróun í þessa átt, sem er út af fyrir sig frekar uggvænleg, en það þýðir bara að það er fleira sem fólk í opinberum stöðum þarf að passa sig á. Það getur falist í því auglýsing að hitta vinkonur og birta mynd af sér og það þurfa allir að vera meðvitaðir um. Þetta er eitthvað sem hefur verið að gerast hægt og rólega síðustu kannski fimm, sex, sjö árin, jafnvel síðustu tíu ár og við sjáum bara hvernig margir þættir einkalífs fólks eru viðskiptavæddir af því fólk sér tekjumöguleika í hlutum sem var ekki hægt að hafa tekjur af áður. Ráðherrar sem átta sig ekki á þessu geta lent í vandræðum.“ Jón segir að málið gefi tilefni til endurskoðunar siðareglna. „Siðareglurnar sem eru i gildi núna fyrir ráðherra eru orðnar níu ára gamlar og svona siðareglur ætti að endurskoða eða allavega fara yfir árlega eða á tveggja ára fresti. Ég held það sé full ástæða til - og ekki bara út af þessu máli - heldur almennt fyrir stjórnarráðið að setjast niður og skoða hvort siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks endurspegli alla hluti eins vel og þeir ættu að gera.“ Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, segir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðmálaráðherra, hafi stigið rétt skef þegar hún bað skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu um að leggja mat á það hvort hún hafi farið á svig við siðareglur með umdeildum vinkonuhittingi um helgina. Hann telur þörf á endurskoðun siðareglna til að þær endurspegli nútímann betur. Fréttastofa ræddi við Jón um siðareglurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikil umræða hefur skapast eftir að ljósmyndir af Þórdísi og vinkonum hennar í óvissuferð, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Athygli hefur vakið að ein úr vinkvennahópnum, Eva Laufey Kjaran dagskrárgerðarkona, hafi auglýst fyrir Hilton Reykjavík Nordica á samfélagsmiðlinum Instagram í skiptum fyrir aðgang að heilsulind hótelsins og gistingu en Eva Laufey hefur hátt í 34 þúsund fylgjendur á Instagram. Í Facebook-færslu í gær kvaðst Þórdís ekki hafa gist á hótelinu. Hún hafi greitt uppsett verð fyrir alla þjónustu sem henni var veitt á umræddum degi. Þórdís vildi þó ekki sýna RÚV kvittanir fyrir viðskiptunum þegar eftir því var leitað. Kvittanir Þórdísar Jón segir að almenningur geti ekki gert kröfu um að ráðherra birti reikninga um persónuleg útgjöld sín. „Það sem er grundvallaratriði í þessu er að hún er spurð um það hvort hún hafi borgað sjálf fyrir sig, og svarar því afdráttarlaust játandi, það er að segja, það er engin spurning um það. […] Ég held við verðum að hafa mjög skýrt í huga að í rauninni þá tökum við trúanlegt, það sem fólk segir sjálft, þannig að spurningin um hvort hún hafi notið greiða einhverra annarra eða verið þátttakandi í auglýsingu er í rauninni afgreidd með því að hún svarar þessari spurningu afdráttarlaust.“ Krafa um kvittanir fyrir persónuleg útgjöld sé innan marka friðhelgis einkalífs ráðherra. „Ég held að það sé í rauninni spurning um mörkin á milli „prívat“ lífs og opinbers lífs stjórnmálamanna. Ég sé enga kröfu um það í siðareglum eða sem almenningur getur gert að ráðherrar birti upplýsingar um sín „prívatútgjöld.“ Það getur verið ýmislegt í þeim sem þeir hafa fulla ástæðu til að halda fyrir sig“ Rétt að leita álits skrifstofu löggjafarmála Jón segir að það hafi verið rétt skref hjá Þórdísi að leita til skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu og gott að hún hafi beðist afsökunar. „Ég held að aðalatriði sé að það sé fjallað opinskátt um svona [siðferðisleg álitamál]. Eins og mér finnst vera að gerast núna. Ráðuneytið hefur blandað sér í þetta, það hefur verið sagt eitthvað um málið, það er skrifstofa löggjafarmála í ráðuneytinu sem hefur þetta hlutverk að skoða siðareglurnar og meta það hvort það sé eitthvað sem brýtur í bága við þær.“ „Þetta er líka spurning um að geta horft „krítískt“ á það sem maður gerir sjálfur og geta fjallað um það á yfirvegaðan hátt og án hroka.“ Ráðherrar átti sig ekki á áhrifum áhrifavalda Í málinu fléttast böndum tiltölulega nýir viðskiptahættir á borð viðskiptasamninga áhrifavalda á samfélagsmiðlum og stjórnmálin. Jón var spurður hvort hann teldi að þarna væri eitthvað nýtt fyrirbæri á ferðinni sem þyrfti að skoða sérstaklega og hvort hann búist við fleiri uppákomum á borð við þessa í framtíðinni samhliða því að áhrifavaldar sækja í sig veðrið. „Ég myndi kannski ekki segja að við séum að sjá eitthvað alveg nýtt, en við sjáum þróun í þessa átt, sem er út af fyrir sig frekar uggvænleg, en það þýðir bara að það er fleira sem fólk í opinberum stöðum þarf að passa sig á. Það getur falist í því auglýsing að hitta vinkonur og birta mynd af sér og það þurfa allir að vera meðvitaðir um. Þetta er eitthvað sem hefur verið að gerast hægt og rólega síðustu kannski fimm, sex, sjö árin, jafnvel síðustu tíu ár og við sjáum bara hvernig margir þættir einkalífs fólks eru viðskiptavæddir af því fólk sér tekjumöguleika í hlutum sem var ekki hægt að hafa tekjur af áður. Ráðherrar sem átta sig ekki á þessu geta lent í vandræðum.“ Jón segir að málið gefi tilefni til endurskoðunar siðareglna. „Siðareglurnar sem eru i gildi núna fyrir ráðherra eru orðnar níu ára gamlar og svona siðareglur ætti að endurskoða eða allavega fara yfir árlega eða á tveggja ára fresti. Ég held það sé full ástæða til - og ekki bara út af þessu máli - heldur almennt fyrir stjórnarráðið að setjast niður og skoða hvort siðareglur ráðherra og siðareglur starfsfólks endurspegli alla hluti eins vel og þeir ættu að gera.“
Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00 Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. 18. ágúst 2020 21:00
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01