Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 14:46 Þórólfur Guðnason segir Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög. Vísir/Vilhelm - aðsend Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. Það vakti athygli að ráðherrann og vinkonur hennar birtu myndir frá kvöldinu, sem einhverjir segja hafa verið vinkonudjamm, þar sem þær viðhéldu ekki tveggja metra reglunni. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin eins og þau segja nákvæmlega fyrir um en vissulega hefði mátt passa betur tveggja metra regluna þarna,“ sagði Þórólfur aðspurður um málið á upplýsingafundi dagsins vegna kórónuveirunnar. Hann sagði síðustu auglýsingu yfirvalda um sóttvarnareglur ekki segja til um að tveir einstaklingar sem ekki deildu sama heimili þyrftu að viðhalda tveggja metra fjarlægð heldur þyrftu rekstraraðilar að tryggja að fólk gæti fengið sína tvo metra. „Þetta sýnir bara að fólk verður að bera ábyrgð á sínum athöfnum og tveggja metra reglan á náttúrulega aðallega við umgengni við einstaklinga sem maður þekkir engin deili á og að passa sig í fjölmenni en það getur vissulega þurft að taka tillit til þeirra í annarri umgengni líka,“ bætti Þórólfur við. „Ég held að það hefði verið heppilegra að passa upp á tveggja metra regluna en þetta sýnir bara það að við þurfum kannski að vera dálítið sveigjanleg og umburðarlynd.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður um hvort að ráðherra þurfi ekki að sýna betra fordæmi að almennt stöndum við öll frammi fyrir sömu áskorunum. „Við þurfum öll að standa okkur og auðvitað þurfum við sem erum í framlínunni að vera fyrirmyndir. Ég er alveg sammála því. Við viljum öll hitta fólkið okkar og við viljum öll geta umgengist vini okkar og við þurfum að gæta okkar í þessu öllu saman.“ „Á sama tíma, líka, vera tilbúin að taka gagnrýninni og bæta okkur. Við þurfum þá líka að setja fram okkar gagnrýni á hóflegan og – hvað á maður að segja – hæfilegan hátt, en ekki með miklum upphrópunum,“ bætti Víðir við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira