Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 11:32 Utanríkisráðuneyti Noregs í Osló. Vísir/Getty Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands. Noregur Rússland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands.
Noregur Rússland Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila