Fylkiskonur fimm sætum ofar þökk sé hinni sautján ára gömlu Cecilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 16:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið frábær í marki Fylkisliðsins í sumar ekki síst í sigurleikjunum tveimur á móti Selfossi. Vísir/Bára Frammistaða Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylkismarkinu í sumar á mikinn þátt í því að Árbæjarliðið er meðal efstu liðanna en ekki meðal þeirra neðstu. Fylkiskonur eiga nefnilega mjög góðan leikmann í hinni sautján ára gömlu Cecilíu Rán og þetta sýnir tölfræðin vel. Varnarmennirnir eiga vissulega mikinn þátt í þessu líka en það er Cecilíu Rán sem er að koma í veg fyrir mörkin með því að verja frá mótherjum í dauðafærum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti stórleik í marki Fylkis á Selfossi á sunnudaginn þegar Fylkiskonur tóku með sér öll þrjú stigin þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar stóran hluta leiksins. Fylkir vann leikinn á endanum 1-0 þökk sé marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur í uppbótatíma. Wyscout tekur saman ítarlega tölfræði úr Pepsi Max deildunum fyrir KSÍ og félögin en þar kemur oft ýmislegt fróðlegt fram. Wyscout er meðal annars með XG-tölfræðina sína sem við höfum þýtt markalíkur á íslensku. Út frá því eru síðan reiknuð úrslit leikja og þar sem stigin sem félögin hafa í raun átt skilið úr sínum leikjum. Gæði marktækifæra liðanna er metið út frá ákveðnum reglum og út frá því eru síðan reiknaðar markalíkur eða hversu mörg mörk liðið hefði átt að skora í viðkomandi leik. Samkvæmt markalíkunum úr leiknum á Selfossi á sunnudaginn þá áttu Selfosskonur að skora 3,75 mörk í leiknum en þær skoruðu ekki neitt. Þetta er enn eitt dæmið um leik hjá Fylkisliðinu í sumar þar sem liðið nær stigum út úr leik þar sem andstæðingarnir skapa sér mun fleiri færi. Fylkiskonur treysta mikið á hina sautján ára gömlu Cecilíu Rán Rúnarsdóttir í markinu og hún er vissulega búin að koma í veg fyrir mörg mörk í sumar. Fylkisliðið komst upp í þriðja sætið með sigrinum á Selfossi. Samkvæmt markalíkunum þá ætti Árbæjarliðið hins vegar að vera aðeins í áttunda sæti. Selfoss, Stjarnan, Þór/KA, Þróttur og KR ættu því öll að vera ofar í töflunni en Fylkir ef að sköpuð marktækifæri myndu ráða. Fylkiskonur hafa fengið 8,1 fleiri stig en þær hafa átt að fá og Fylkisliðið ætti að vera búið að fá á sig meira en sjö mörkum meira. Stigin eru 15 en ættu að vera 6,9. Markatalan er 12-11 en ætti að vera 9,2-18,3. Markatalan er +1 en ætti í raun að vera -9,1. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Frammistaða Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í Fylkismarkinu í sumar á mikinn þátt í því að Árbæjarliðið er meðal efstu liðanna en ekki meðal þeirra neðstu. Fylkiskonur eiga nefnilega mjög góðan leikmann í hinni sautján ára gömlu Cecilíu Rán og þetta sýnir tölfræðin vel. Varnarmennirnir eiga vissulega mikinn þátt í þessu líka en það er Cecilíu Rán sem er að koma í veg fyrir mörkin með því að verja frá mótherjum í dauðafærum. Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti stórleik í marki Fylkis á Selfossi á sunnudaginn þegar Fylkiskonur tóku með sér öll þrjú stigin þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar stóran hluta leiksins. Fylkir vann leikinn á endanum 1-0 þökk sé marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur í uppbótatíma. Wyscout tekur saman ítarlega tölfræði úr Pepsi Max deildunum fyrir KSÍ og félögin en þar kemur oft ýmislegt fróðlegt fram. Wyscout er meðal annars með XG-tölfræðina sína sem við höfum þýtt markalíkur á íslensku. Út frá því eru síðan reiknuð úrslit leikja og þar sem stigin sem félögin hafa í raun átt skilið úr sínum leikjum. Gæði marktækifæra liðanna er metið út frá ákveðnum reglum og út frá því eru síðan reiknaðar markalíkur eða hversu mörg mörk liðið hefði átt að skora í viðkomandi leik. Samkvæmt markalíkunum úr leiknum á Selfossi á sunnudaginn þá áttu Selfosskonur að skora 3,75 mörk í leiknum en þær skoruðu ekki neitt. Þetta er enn eitt dæmið um leik hjá Fylkisliðinu í sumar þar sem liðið nær stigum út úr leik þar sem andstæðingarnir skapa sér mun fleiri færi. Fylkiskonur treysta mikið á hina sautján ára gömlu Cecilíu Rán Rúnarsdóttir í markinu og hún er vissulega búin að koma í veg fyrir mörg mörk í sumar. Fylkisliðið komst upp í þriðja sætið með sigrinum á Selfossi. Samkvæmt markalíkunum þá ætti Árbæjarliðið hins vegar að vera aðeins í áttunda sæti. Selfoss, Stjarnan, Þór/KA, Þróttur og KR ættu því öll að vera ofar í töflunni en Fylkir ef að sköpuð marktækifæri myndu ráða. Fylkiskonur hafa fengið 8,1 fleiri stig en þær hafa átt að fá og Fylkisliðið ætti að vera búið að fá á sig meira en sjö mörkum meira. Stigin eru 15 en ættu að vera 6,9. Markatalan er 12-11 en ætti að vera 9,2-18,3. Markatalan er +1 en ætti í raun að vera -9,1. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki