Enski boltinn

Robertson búinn að skrifa bók um titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Robertson og félagar fagna titlinum.
Robertson og félagar fagna titlinum. vísir/getty

Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, er búinn að skrifa bók um tímabilið hjá Liverpool sem skilaði liðinu enska meistaratitlinum í fyrsta skipti í þrjátíu ár.

Robertson hefur ekki gefið út hvaða nafn bókin mun bera en hann staðfestir að hún verði gefin út 17. september.

Vinstri bakvörðurinn, sem gekk í raðir Liverpool frá Hull árið 2017, spilaði lykilhlutverk á leiktíðinni hjá Liverpool.

„Ég held að ég sé ekki nógu áhugaverður til þess að skrifa bók um sjálfan mig svo ég skrifaði bók um tímabilið,“ sagði Robertson.

Skotinn segir að hann hafi byrjað að skrifa bókina nokkrum dögum eftirsigurinn á Tottenham í Meistaradeildinni fyrir rúmu ári.

„Þetta var ótrúlegt tímabil. Ég er búinn að lesa drögin og mér fannst þetta vera góður lestur en ég er hlutdrægur. Vonandi mun fólki líka vel við bókina.“

Hann segir að allur ágóði bókarinnar fari í góðar hendur.

„Ég er búinn að stofna góðgerðasamtök í Skotlandi og allur ágóði mun fara í þau samtök; til að setja samtökin á laggirnar og hjálpa börnum sem minna mega sín.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×