Innlent

Leki í dælu­stöð heits vatns við Vífils­staði

Atli Ísleifsson skrifar
Garðabær.
Garðabær. Vísir/Vilhelm

Leki kom upp í dælustöð heits vatns við Vífilstaði í Garðabæ seint í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Veitum segir að bilunin tengist að öllum líkindum áhleypingu vatns á hitaveitukerfið eftir stóra heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé óalgengt að upp komi slíkir hnökrar við þannig aðstæður.

„Dælustöðin er nú óstarfhæf en vatni er veitt eftir öðrum leiðum til notenda sunnan Vífilstaða, þ.e. í Hafnarfirði og Urriðaholti í Garðabæ. Allir notendur eru með heitt vatn en þrýstingur getur verið lægri en venjulega hjá hluta þeirra, sér í lagi í hverfum er standa hærra í landinu, eins og Urriðaholti í Garðabæ og Áslandi og Holtinu í Hafnarfirði. Áhrifanna gæti þó gætt víðar.

Unnið er að viðgerð en ekki er ljóst á þessari stundu hversu langan tíma hún tekur,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Skrúfað fyrir heitavatnið á stóru svæði í nótt

Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×