Erlent

Forseti Malí segir af sér í haldi hersins

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar fagna hermönnum á götum Bamako, höfuðborgar Malí, eftir að herinn handsamaði forseta og forsætisráðherra landsins.
Íbúar fagna hermönnum á götum Bamako, höfuðborgar Malí, eftir að herinn handsamaði forseta og forsætisráðherra landsins. EPA/MOUSSA KALAPO

Ibrahim Boubacar Keïta, forseti Malí, hefur sagt af sér og leyst upp þing landsins. Það gerði hann samkvæmt ríkismiðli landsins og eftir að hann hafði verið handsamaður af hermönnum. Í sjónvarpsávarpi sagði Keïta að hann vildi ekki blóðsúthellingar til að halda honum við völd.

„Ef tilteknir aðilar innan herafla landsins vilja binda enda á þetta [ríkisstjórn hans], hef ég þá nokkurra kosta völ,“ sagði Keïta.

Fyrr í gærkvöldi hafði forsetinn og Boubou Cissé, forsætisráðherra, verið færðir til herstöðvar nærri Bamako, höfuðborg Malí. Önnur Afríkuríki og Frakkland fordæmdu valdaránið.

Samkvæmt BBC hafa hermenn Malí verið ósáttir vegna launa og áframhaldandi átaka við vígamenn. Þá hafa íbúar landsins einnig verið ósáttir við Keïta spillingar, efnahagsstjórnar og aukins ofbeldis í landinu. Keïta vann annað kjörtímabil árið 2018 en umfangsmikil mótmæli gegn ríkisstjórn hans hafa farið fram á undanförnum mánuðum.

Leiðtogar hermannanna sem frömdu valdaránið hafa heitið því að mynda bráðabirgðaríkisstjórn í Malí og halda nýjar kosningar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.