Erlent

„Neyðarástand“ í Suður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
Tvær borgir hafa verið skilgreindar sem „sérstök umsjónarsvæði“ og hefur herstöðum landsins verið lokað eftir að þrír hermenn greindust með Covid-19.
Tvær borgir hafa verið skilgreindar sem „sérstök umsjónarsvæði“ og hefur herstöðum landsins verið lokað eftir að þrír hermenn greindust með Covid-19. AP/Kim Jun-beom

Yfirvöld Suður-Kóreu hafa gripið til umfangsmikla aðgerða til að reyna að takmarka útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar þar í landi. Chung Sye-kyun segir að um neyðarástand sé að ræða þar sem búið er að staðfesta rúmlega 200 veirutilfelli og þar af hundrað á einum degi. Það er þó mögulega einungis toppurinn á ísjakanum.

Tvær borgir hafa verið skilgreindar sem „sérstök umsjónarsvæði“ og hefur herstöðum landsins verið lokað eftir að þrír hermenn greindust með Covid-19, samkvæmt frétt BBC.

Þá hefur um níu þúsund meðlimum sértrúarsafnaðar verið gert að fara í sjálfs-einangrun. Söfnuður þessi heitir Shincheonji Church of Jesus og er meðlimum meinað að bera andlitsgrímur, gleraugu og annað á bænafundum.

Eftir að fyrstu smitin uppgötvuðust í söfnuðinum var meðlimum hans sagt að ljúga og segjast ekki vera meðlimir. Nú er verið leita þá uppi, því samkvæmt frétt New York Times, sýna rúmlega 4000 meðlimir einkenni þess að hafa smitast af kórónaveirunni.

Ekki hefur náðst í minnst 340 meðlimi kirkjunnar og er óttast að þeir muni dreifa veirunni enn frekar.

Tveir eru látnir vegna veirunnar í Suður-Kóreu og ef ekki skemmtiferðaskipið Diamond Princess er ekki tekið með, þá er Suður-Kórea það land sem flest smit hafa verið staðfest í, fyrir utan Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×