Íslenski boltinn

Völsungur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tæplega 200 iðkendur eru í yngri flokkum Völsungs.
Tæplega 200 iðkendur eru í yngri flokkum Völsungs. mynd/hafþór hreiðarsson

Völsungur fékk Jafnréttisverðlaun KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins sem haldið er í Klifi, Ólafsvík.


Tæplega 200 iðkendur æfa í yngri flokkum Völsungs og er kynjahlutfallið nánast jafnt. Stúlkum sem æfa fótbolta hefur fjölgað mikið hjá félaginu.

Völsungur sendir lið til leiks í bæði karla- og kvennaflokki í öllum yngri flokkum, frá 3. flokki niður í 8. flokk.

Meistaraflokkar Völsungs eru að mestu leyti skipaðir uppöldum leikmönnum. Kvennaliðið vann 2. deild á síðasta tímabili og karlaliðið lenti í 6. sæti 2. deildar.

Ungmennafélag Langnesinga fékk Grasrótarverðlaun KSÍ. Krafturinn og fótboltaáhugi á Þórshöfn vakti mikla athygli í grasrótarheimsóknum KSÍ síðasta sumar.


FH hlaut Dómaraverðlaun KSÍ. Þar stýrir Steinar Stephensen málum af miklum myndarbrag.


Þá voru veittar viðurkenningar fyrir háttsemi í deildarkeppni KSÍ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.