Erlent

Hrað­brautin milli Damaskus og Aleppo opin al­menningi á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarstríð hefur geisað i Sýrland í um níu ár.
Borgarstríð hefur geisað i Sýrland í um níu ár. Getty

Hraðbrautin M5 milli sýrlensku höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo í norðurhluta landsins hefur verið opnuð almenningi á ný.

Reuters segir frá þessu og vísar í tilkynningu frá samgönguráðuneyti landsins. Ákveðið var að opna hraðbrautina eftir að sveitir sýrlenska stjórnarhersins náðu landsvæðum aftur á sitt vald með aðstoð rússneska hersins.

Sú staðreynd að stjórnarherinn hafi náð hraðbrautinni aftur á sitt vald þykir mikill sigur fyrir Bashar al-Assad forseta, enda getur stjórnarherinn nú sótt hraðar í átt að því landsvæði í norðurhluta landsins sem enn er á valdi uppreisnarhópa.

Nýjasta sókn stjórnarhersins með aðstoð Rússa hefur leitt til þess um milljón manns hafi yfirgefið heimili sín.

M5-hraðbrautin milli Damaskus og Aleppo er um 360 kílómetrar á lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×