Innlent

Snerpa bar tveimur kálfum á Hvanneyri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Snerpa hefur látið fara vel um sig í fjósinu á Hvanneyri í dag með kálfana sína tvo. Burðurinn gekk vel.
Snerpa hefur látið fara vel um sig í fjósinu á Hvanneyri í dag með kálfana sína tvo. Burðurinn gekk vel. Hvanneyrabúið

Kýrin Snerpa á Hvanneyri í Borgarfirði bar tveimur kálfum síðustu nótt, nautkálfi og kvígukálfi. Tíðni tvíkelfinga er ekki ýkja há hjá íslenska kúastofninum eða á bilinu 1-1,5%. Þá þekkist einnig að kýr eignist þrjá kálfa en ákaflega sjaldgæft er að þær eignist fjóra kálfa.

Þetta kemur meðal annars fram á Facebook síðu Hvanneyrabúsins þar sem birtar eru myndir með Snerpu og kálfunum hennar. 

Kálfarnir sem eru naut og kvíga láta fara vel um sig hjá mömmu sinni í fjósinu á Hvanneyri.Hvanneyrabúið

Á síðunni segir einnig:

„Þar sem að tvíkelfingarnir eru af sitthvoru kyninu eru meira en 90% líkur á að kvígan sé ófrjó sökum þess að á fósturstiginu verður kvígan fyrir áreiti vegna hormóna sem streyma gegnum fylgjuna frá nautkálfinum og það truflar þroska kynfæranna hjá henni. Þessar kvígur kallast „Freemartin“ kvígur og geta þær vaxið og hegðað sér svipað og uxar, þ.e. geltir nautkálfar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×