Erlent

Minnsta kosninga­þátt­takan frá byltingunni 1979

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru um 58 milljónir Írana á kjörskrá, en barist var um 290 þingsæti.
Alls voru um 58 milljónir Írana á kjörskrá, en barist var um 290 þingsæti. Getty

Þátttaka í írönsku þingkosningunum sem fram fóru á föstudaginn var einungis 42,6 prósent. Þetta kemur fram í gögnum frá innanríkisráðuneyti landsins, en þátttakan er sú minnsta frá byltingunni í landinu árið 1979.

Margoft hefur verið boðað til mótmæla í Íran síðustu mánuði, en stjórnvöld í landinu hafa sætt nokkurri gagnrýni heima fyrir vegna þrenginga í efnahagslífi og aukinnar einangrunar landsins.

Alls voru um 58 milljónir Írana á kjörskrá, en barist var um 290 þingsæti.

Fréttaskýrendur segja þessa litlu kosningaþátttöku meðal annars skýrast af minnkandi tiltrú almennings á stjórnvöld, auk þess að þúsundum stjórnarandstæðinga, sem af flestum myndu flokkast sem hófsamir eða umbótasinnuðir, var meinað að bjóða sig fram.

Þó að endanleg úrslit liggi ekki fyrir er ljóst að harðlínumenn hafa tryggt sér öll þingsætin í höfuðborginni Teheran, að því er segir í fréttum íranskra ríkisfjölmiðla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×