Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. AÐSEND Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna. Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Hún hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga og pantar mat og vatn heim af netinu. Samnemendur hennar hafa flúið upp í fjöll eða til heimalanda sinna vegna ástandsins. Þriðja dauðsfallið er staðfest á Ítalíu af völdum veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, nær 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi skömmu fyrir fréttir. Anna. S. Bergmann Helgadóttir er búsett í Mílanó þar sem hún stundar nám. Hún segir mikla óvissu ríkja á Norður-Ítalíu. „Það er mjög mikil hræðsla yfir öllum og mikil óvissa um hvað gerist næst, allir eru mjög kvíðnir. Sameigendur mínir eru annað hvort búnir að flýja upp í fjöll og ætla að einangra sig þar og svo ætla einhverjir að fljúga til heimalandsins,“ sagði Anna S. Bergmann Helgadóttir, nemi í viðskipta- og markaðsfræði með áherslu á miðlun tísku. Sjálf hefur Anna ekki farið út úr húsi í þrjá daga. Hún segir afar fáa á ferli en ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Búið er að loka öllum skólum í Mílanó en skólinn sem Anna stundar nám við verður lokaður til fyrsta mars. „Ég á nóg af mat og vatni. Ég pantaði mér það á netinu frá matvöruverslun. Ég fæ vörurnar afhendar seinna í dag. Það eru allir að gera það sama. Gera ráðstafanir. Ég hef heyrt að búðarhillurnar séu að tæmast. Mér líður hreint út sagt alveg hræðilega. Ég er með kvíðahnút í maganum og það er aðallega út af þessari óvissu. Ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég veit ekki hvort ég megi fara út þannig að þetta er rosalega óþægilegt,“ sagði Anna.
Íslendingar erlendis Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Fjögur ný tilfelli Covid-19 greinst í Bretlandi Fjögur ný tilfelli Covid-19 veirunnar hafa nú greinst í Bretlandi eftir að farþegar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess greindust með veiruna. 23. febrúar 2020 16:30
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. 23. febrúar 2020 15:57
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46