Gengur á með éljum í alla nótt og varað við ófærð Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 23:00 Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. Vísir/Vilhelm Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira