Innlent

Afhentu undirskriftalista vegna transteymis BUGL

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans.
Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Nadine

Trans Vinir, Trans Ísland og Samtökin 78 afhentu áðan heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítalans og landlækni undirskriftalista vegna trans teymisins á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL,  hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum var ákveðið að leggja niður transteymið og  þjónustan verður nú í boði á göngudeild.

Málefni trans barna hafa verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur og heimildaþátturinn Trans börn sem sýndur var á Stöð 2, vakti mikla athygli. Þjónusta við trans börn og unglinga var skyndilega í miklu uppnámi í kjölfar breytingarinnar.

Ugla Stefanía Kristjánsdóttir formaður Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, sagði þetta vera þvert á nýlega samþykkt lög um kynrænt sjálfræði 80/2019. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Trans Vinir settu því af stað undirskriftalista til að þrýsta á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við þessu ástandi. Undirskriftarlistinn var afhentur í dag.

Í janúar var send tilkynning um trans teymi BUGL til forráðamanna 48 trans barna sem fá aðstoð teymisins. Meira en 100 trans börn eru einnig á biðlista eftir því að komast að. Ástæðan fyrir því að teymið var lagt niður var skortur á fjármagni og starfsfólki. Samkvæmt tilkynningu sem send var út þann 11. febrúar síðastliðinn vinnur Landspítalinn að umbótum transteymi barna- og unglingagerðdeildar spítalans í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið.

Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 sagði á dögunum í samtali við fréttastofu að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin.


Tengdar fréttir

Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum

Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.