Valið var á milli hamingjusams barns eða ekki Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 15:00 Ronja Sif fæddist drengur en var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. Samsett „Síðan við hittumst síðast er ég búinn með fjórar hormónasprautur,“ segir Óliver Elí, eitt barnanna sem kemur fram í heimildarþáttunum Trans börn á Stöð 2. Í kvöld verður sýndur þriðji og síðasti þátturinn í þessari vönduðu heimildarþáttaröð, strax á eftir fréttum. Í þessum síðasta þætti verður meðal annars sýnt áfram frá sögu hans og fá áhorfendur að sjá áhrif krosshormónameðferðarinnar sem hann gengur nú í gegnum. Í Trans börn hefur fjórum íslenskum fjölskyldum verið fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Klippa: Í þriðja þætti af Trans börn Fordómafullir netverjar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónarkona þáttanna sagði í viðtali í Ísland í dag í vikunni að áður en fyrsti þátturinn var sýndur hafi hún séð ýmis fordæmafull ummæli á netinu. „Þegar það var tilkynnt að þessir þættir væru á leiðinni í loftið sá maður skiptar skoðanir og allskonar misgáfulegar athugasemdir sem sýndi það og sannaði að það var aldeilis þörf á því að fjalla um þessi mál, því fólk er að misskilja margt. Og stundum finnst manni eins og fólk sé að ákveða að misskilja.“ Hún bætti svo við að sumt fólk sé hreinlega bara fordómafullt og láti út úr sér hluti sem það veit ekkert um. „Eftir að þættirnir fóru í loftið hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð enda eru þessar fjölskyldur þannig að það er ekki annað hægt en að halda með þeim.“ Foreldrarnir sem tóku þátt í þessu verkefni hafa sagt að þau voni að viðtölin í Trans börn opni umræðuna. Síðan fyrsti þátturinn var sýndur hefur verið fjallað mikið um málefni trans barna, bæði vegna þáttanna og þeirrar staðreyndar að Landspítalinn lagði niður trans teymið á BUGL, eitthvað sem verður hugsanlega endurskoðað. Óliver Elí er nú byrjaður í krosshormónameðferð og segir frá því í þætti kvöldsins.Samsett Afneitun var fyrsta viðbragð Í þætti kvöldsins er einnig rætt við Ronju Sif og fjölskyldu hennar. Ronja Sif fæddist drengur og var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. „Valið er í raun á milli hamingjusams barns eða ekki,“ segir móðir hennar um þessa ákvörðun. „Mín viðbrögð voru náttúrulega í raun afneitun í upphafi,“ segir faðir Ronju. „Ég ætla náttúrulega að standa með barninu mínu. Að vilja barninu sínu það besta er náttúrulega bara að leyfa því að vera það sem það er.“ Þriðji þáttur af Trans börn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:05 í kvöld. Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Trans börn Tengdar fréttir Kveið mest fyrir því að segja mömmu Trans börn er vönduð ný heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjórum íslenskum fjölskyldum er fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 16. febrúar 2020 13:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Vonar að viðtölin opni umræðuna Magnús Valgeirsson, faðir Alex Grétars sem sagði sögu sína í þættinum Trans börn síðasta sunnudag, segir að fjölskyldan hafi nær eingöngu fengið góð viðbrögð við þættinum. 14. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
„Síðan við hittumst síðast er ég búinn með fjórar hormónasprautur,“ segir Óliver Elí, eitt barnanna sem kemur fram í heimildarþáttunum Trans börn á Stöð 2. Í kvöld verður sýndur þriðji og síðasti þátturinn í þessari vönduðu heimildarþáttaröð, strax á eftir fréttum. Í þessum síðasta þætti verður meðal annars sýnt áfram frá sögu hans og fá áhorfendur að sjá áhrif krosshormónameðferðarinnar sem hann gengur nú í gegnum. Í Trans börn hefur fjórum íslenskum fjölskyldum verið fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Klippa: Í þriðja þætti af Trans börn Fordómafullir netverjar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónarkona þáttanna sagði í viðtali í Ísland í dag í vikunni að áður en fyrsti þátturinn var sýndur hafi hún séð ýmis fordæmafull ummæli á netinu. „Þegar það var tilkynnt að þessir þættir væru á leiðinni í loftið sá maður skiptar skoðanir og allskonar misgáfulegar athugasemdir sem sýndi það og sannaði að það var aldeilis þörf á því að fjalla um þessi mál, því fólk er að misskilja margt. Og stundum finnst manni eins og fólk sé að ákveða að misskilja.“ Hún bætti svo við að sumt fólk sé hreinlega bara fordómafullt og láti út úr sér hluti sem það veit ekkert um. „Eftir að þættirnir fóru í loftið hef ég bara fengið jákvæð viðbrögð enda eru þessar fjölskyldur þannig að það er ekki annað hægt en að halda með þeim.“ Foreldrarnir sem tóku þátt í þessu verkefni hafa sagt að þau voni að viðtölin í Trans börn opni umræðuna. Síðan fyrsti þátturinn var sýndur hefur verið fjallað mikið um málefni trans barna, bæði vegna þáttanna og þeirrar staðreyndar að Landspítalinn lagði niður trans teymið á BUGL, eitthvað sem verður hugsanlega endurskoðað. Óliver Elí er nú byrjaður í krosshormónameðferð og segir frá því í þætti kvöldsins.Samsett Afneitun var fyrsta viðbragð Í þætti kvöldsins er einnig rætt við Ronju Sif og fjölskyldu hennar. Ronja Sif fæddist drengur og var aðeins fimm ára þegar foreldrar hennar ákváðu að leyfa henni að lifa sem stelpa. „Valið er í raun á milli hamingjusams barns eða ekki,“ segir móðir hennar um þessa ákvörðun. „Mín viðbrögð voru náttúrulega í raun afneitun í upphafi,“ segir faðir Ronju. „Ég ætla náttúrulega að standa með barninu mínu. Að vilja barninu sínu það besta er náttúrulega bara að leyfa því að vera það sem það er.“ Þriðji þáttur af Trans börn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:05 í kvöld. Framleiðandi þáttanna er Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón og klippingu annast Fannar Scheving Edwardsson. Friðrik Friðriksson sá um myndatöku. Næsti þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 næsta sunnudag strax á eftir fréttum.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Trans börn Tengdar fréttir Kveið mest fyrir því að segja mömmu Trans börn er vönduð ný heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjórum íslenskum fjölskyldum er fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 16. febrúar 2020 13:00 Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30 Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Vonar að viðtölin opni umræðuna Magnús Valgeirsson, faðir Alex Grétars sem sagði sögu sína í þættinum Trans börn síðasta sunnudag, segir að fjölskyldan hafi nær eingöngu fengið góð viðbrögð við þættinum. 14. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Kveið mest fyrir því að segja mömmu Trans börn er vönduð ný heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem fjórum íslenskum fjölskyldum er fylgt eftir yfir tveggja ára tímabil. Allar fjölskyldurnar eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 16. febrúar 2020 13:00
Fordómafullt fólk lætur út úr sér hluti sem það veit ekkert um Í sjónvarpsþáttunum Trans börn á Stöð 2 er fylgst með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. 20. febrúar 2020 10:30
Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00
Vonar að viðtölin opni umræðuna Magnús Valgeirsson, faðir Alex Grétars sem sagði sögu sína í þættinum Trans börn síðasta sunnudag, segir að fjölskyldan hafi nær eingöngu fengið góð viðbrögð við þættinum. 14. febrúar 2020 12:45