Man. City í frábærum málum frá Madrid

Sindri Sverrisson skrifar
Luka Modric með boltann í leiknum við Man. City í kvöld.
Luka Modric með boltann í leiknum við Man. City í kvöld. vísir/getty

Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum.

Útlitið var gott hjá Real þegar Isco kom liðinu yfir á 60. mínútu eftir mistök í vörn City. Gabriel Jesus jafnaði hins vegar metin fyrir City eftir frábæran undirbúning Kevin De Bruyne, og Belginn kom City yfir úr vítaspyrnu á 83. mínútu eftir að brotið var á varamanninum Raheem Sterling.

Ramos fékk svo rautt spjald fyrir að brjóta á Jesus sem var að sleppa einn gegn markverði og verður því í banni í seinni leiknum í Manchester.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.