Hjörvar snýr aftur á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 12:45 Hjörvar Hafliðason mun fara yfir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Mynd/S2 Sport Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni. Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira