Enski boltinn

Hart kominn til Tottenham

Sindri Sverrisson skrifar
Joe Hart stóð í marki Englands gegn Íslandi á EM 2016 en hann lék sinn síðasta landsleik árið 2017.
Joe Hart stóð í marki Englands gegn Íslandi á EM 2016 en hann lék sinn síðasta landsleik árið 2017. VÍSIR/GETTY

Joe Hart, sem lék 75 leiki sem landsliðsmarkvörður Englands, er genginn í raðir Tottenham. Hann kemur frítt til félagsins.

Hart skrifaði undir samning til tveggja ára við Tottenham sem er einnig með Hugo Lloris og Paulo Gazzaniga í sínum herbúðum.

Hart er 33 ára gamall og var á varamannabekknum hjá Burnley á síðustu leiktíð en hann var tvö ár hjá félaginu. Áður var hann að láni hjá West Ham og Torino á Ítalíu, frá Manchester City, eftir að hann missti sæti sitt í City-liðinu árið 2016. Hart var aðalmarkvörður City í átta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×